UM TARRA

Tarra ehf. var stofnað í febrúar, 2003. Í upphafi einskorðaðist starfsemin við innflutning og dreifingu á bleki. Fljótlega var byggð upp þjónusta við skrifstofur, verkfræði-, arkitekta-, auglýsinga- og teiknistofur. Allar götur síðan hefur verið lagður mikill metnaður í góða þjónustu við viðskiptavini með blekhylki, dufthylki og pappír. Samhliða þessari þjónustu hófst innflutningur á ýmsum vörum fyrir skiltagerðir og er sú uppbygging er enn í örum vexti. Þetta eru ýmsar vörur til stórprentunar, t.d. prentefni á rúllum, auglýsingaplötur, auglýsingastandar, ljósakassar, díóðuljós, prentarar og prentblek ásamt nauðsynlegum tækjum og verkfærum til skiltagerðar.

Starfsemi Tarra ehf. hefur nú sameinast Gunnari Eggertssyni hf. í framhaldi af kaupum síðarnefnda fyrirtækisins á Tarra. Með sameiningunni verður til sérhæfð eining innan Gunnars Eggertssonar hf. sem þjónustar skiltagerðarmarkaðinn. Gunnar Eggertsson hf. hefur alla tíð haft það markmið að veita viðskiptavinum fyrirtækisins bestu hugsanlegu þjónustu og verður engin breyting þar á.