Umhverfisstefna

Hjá Gunnari Eggertssyni hf. er lagður metnaður í að vinna í sátt við umhverfið og flestir birgjar Gunnars Eggertssonar hf. vinna samkvæmt vottuðum umhverfisstjórnunar stöðlum, ISO 14000 og/eða EMAS – Umhverfismálakerfi Evrópu. Umhverfisvottanir eru vottanir á fyrirtæki í heild sinni en snerta ekki neina sérstaka vöru sem fyrirtækið framleiðir. Umhverfisvottanir fjalla um það að fyrirtæki hafi sett sér markmið í umhverfismálum og eru síðan með ferla til að fylgja eftir þeim markmiðum.

Dæmi um umhverfisvottanir eru EMAS og ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfin. Umhverfismerki, eins og Svanurinn og Evrópublómið, eiga alltaf við um eina ákveðna vöru og skilyrðin á bak við þessi merki snerta alltaf eiginleika þeirrar vöru/þjónustu sem er verið að selja. Í hugum margra eru skilin þarna á milli mjög óljós. Einföld regla er að þó svo að fyrirtæki sé með umhverfisstjórnunarkerfi (EMAS / ISO) þá eru þær vörur sem viðkomandi fyrirtæki selur ekki endilega umhverfismerktar. Má til dæmis nefna að olíufélag á heimsvísu er með vottað ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi en það þýðir ekki að bensín sé umhverfisvæn eða umhverfisvottuð vara.

Helstu umhverfismerkin eru:

 

Staðlar og vottanir fyrir skóga og rekjanleika aðfangakeðju eru: FSC, Forest Stewardship Council  og PEFC, Proframme for the Endorsement of Forest Certification. Flest allar pappírstegundir sem Gunnar Eggertsson hf. selur eru viðurkenndar af Norræna Svaninum.